Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Frábær stemmning í Zaryadye-garði

Upphitunargleði stuðningsmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir fyrsta leik þess á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fór fram í Zaryadye-garðinum í Moskvu í gær. Viðburðurinn var skipulagður af sendiráði Íslands í borginni, utanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Íslandsstofu og Tólfunni – stuðningssveit íslensku landsliðanna.

Talið er að rúmlega 2.500 manns hafi mætt í garðinn fyrir leikinn og duldist það engum að mikil eftirvænting var í hópnum. Gríðarlegur áhugi var meðal erlendra á fjölmiðla á viðburðinum og stemmningunni í íslenska stuðningsmannahópnum. Tólfan stýrði upphituninni en á svið stigu einnig Bergur Ebbi Benediktsson, Halldór Laxness Halldórsson og bræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir.

Skipuleggjendur vilja koma á framfæri þakklæti til borgaryfirvalda í Moskvu, skemmtikraftanna og allra þeirra fjölmörgu er hjálpuðu til við að gera þennan skemmtilega viðburð að veruleika. Hátíðin fór vel fram, hún stóð í tæpar tvær klukkustundir en að henni lokinni voru stuðningsmennirnir samferða á Spartak-leikvöllinn.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira