Hoppa yfir valmynd
19. júní 2018

Verkefnisstjóri á Verkefnastofu - Upplýsingatæknisvið

Verkefnisstjóri á Verkefnastofu-Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands

Laus er til umsóknar staða verkefnisstjóra á Verkefnastofu Upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands. Upplýsingatæknisvið er nýtt svið innan stjórnsýslu Háskóla Íslands sem ætlað er að stýra þróun upplýsingatæknimála háskólans og styðja við framgang stefnu háskólans varðandi upplýsingatæknimál. Sviðið sér um hugbúnaðargerð háskólans, þ. m. t. Uglu sem er notuð sem innri vefur opinberra háskóla landsins. Sviðið sér um rekstur upplýsinga- og fjarskiptakerfa, notendaþjónustu og innkaup á upplýsingatæknibúnaði. 
Verkefnastofu er ætlað að stýra upplýsingatækniverkefnum  og vera sviðum háskólans ráðgefandi um upplýsingatækni. Verkefnisstjóri mun taka þátt í uppbyggingu Verkefnastofu. 

Starfssvið
Starfið felst í því að vinna með sviðum háskólans í nýtingu upplýsingatækni í starfi, veita ráðgjöf, annast greiningu á þörfum notenda, stýra upplýsingatækniverkefnum og hafa umsjón með innleiðingu kerfalausna. 

Menntunar- og hæfniskröfur
Háskóla- eða tæknimenntun sem nýtist í starfi
MPM gráða er kostur
Þekking og reynsla af verkefnisstjórnun í upplýsingatækni
Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðuð vinnubrögð
Samvinnuhæfni og lipurð í mannlegum samskiptum

Um framtíðarstarf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarferli
Umsóknarfrestur er til og með 9. júlí 2018.

Starf þetta var áður auglýst þann 26. apríl 2018 en birtist nú að nýju með framlengdum umsóknarfresti. 

Sótt er um starfið á heimasíðu Háskóla Íslands undir laus störf.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Baldur Eiríksson, deildarstjóri Verkefnastofu hjá Upplýsingatæknisviði Háskóla Íslands, sími 525 4102, netfang [email protected].

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.  Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum