Hoppa yfir valmynd
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Samstarfsverkefni með MIT um bætt umhverfi nýsköpunardrifinnar frumkvöðlastarfsemi

Frá árinu 2016 hefur verið í gangi samstarfsverkefni með Massachusetts Institute of Technology (MIT) sem miðar að því að bæta umhverfi nýsköpunardrifinnar frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Formleg útskrift samvinnuverkefnisins við MIT fór fram í síðustu viku í MIT háskólanum í Cambridge. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, hélt ávarp við útskriftina og átti í kjölfarið góðar samræður við yfirmenn nýsköpunarverkefna hjá MIT.

Verkefnið ber heitið „Regional Entrepreneurship Acceleration Program“ (REAP) og hefur verið nýtt af  fjölda borga og svæða um allan heim með góðum árangri. Verkefninu fyrir Ísland hefur verið stýrt af hópi sem skipaður er fulltrúum frumkvöðla, fyrirtækja, fjárfesta, háskóla og stjórnvalda. Í nánu samstarfi við sérfræðinga hjá MIT hefur hópurinn mótað tillögur um hvernig best væri bætt úr þeim veikleikum sem greindir hafa verið. Hópurinn mun skila skýrslu um niðurstöður verkefnisins til Atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytisins í haust og mun sú skýrsla nýtast vel sem innlegg í vinnu við heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland sem nú stendur yfir.

Ferðin til Boston var einnig nýtt til að skoða aðstæður og áherslur á sviði nýsköpunar hjá MIT, m.a. starfsemi frumkvöðlasmiðju nemenda (MIT MakerWorkshop) sem og starfsemi grænnar frumkvöðlasmiðju (Greentown Labs) þar sem frumkvöðlar og sprotafyrirtæki á sviði grænna tæknilausna leiða saman krafta sína. Auk þess var kynning á öflugri starfsemi skólans á sviði tækniyfirfærslu (MIT Sandbox), þar sem nemendur fá stuðning til að stíga fyrstu skrefin frá hugmynd til hagnýtingar. 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira