Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Styrkir Snorra Sturlusonar - opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir um styrki Snorra Sturlusonar. Þá annast Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og eru þeir veittir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum (þó ekki háskólastúdentum) á sviði mannvísinda til að dveljast á Íslandi í þrjá mánuði hið minnsta í því skyni að kynnast íslenskri tungu, menningu og mannlífi.

Styrkirnir eru veittir árlega. Nefnd skipuð fulltrúum frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands og Rithöfundasambandinu úthlutar styrkjunum. Í umsókn sinni skulu umsækjendur gera stutta en rækilega grein fyrir tilgangi með dvöl á Íslandi, dvalartíma, svo og menntun og störfum. Umsóknafrestur er til 1. nóvember.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Árnastofnunar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira