Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Fjölmenni á alþjóðlegu fornsagnaþingi

Fjölmenni á alþjóðlegu fornsagnaþingi - myndKristinn Ingvarsson

Alþjóðlegt fornsagnaþing stendur nú yfir á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands. Þingið var sett við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær að viðstöddu fjölmenni en um 400 þátttakendur sækja þingið að þessu sinni, hvaðanæva úr heiminum. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti ráðstefnuna en ávörp fluttu Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands.

„Það er mikil gróska í íslenskum fræðum, um allan heim, og sérlega ánægjulegt að finna fyrir þessum mikla áhuga á menningararfinum. Það vakti athygli mína að það er mikið af ungu fólki sem sækir ráðstefnuna, það vekur okkur von um að þau skref sem stigin hafa verið til þess að gera Íslendingasögurnar aðgengilegri, til dæmis með nýjum þýðingum, séu að skila árangri. Mér er sérstaklega umhugað að við höldum áfram á þeirri vegferð – að auka aðgengi að okkar dýrmæta sagnaarfi og þá ekki síst fyrir börn og unglinga,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra af þessu tilefni.

Hátíðarerindi ráðstefnunnar Carol Clover, prófessor emeritus við Kaliforníuháskóla í Berkeley, og fjallaði þar um Njálssögu í samhengi við lögfræði þá og nú. Ráðstefnan er helguð Íslendingasögunum í ár, og er lagaritun sérstakt undirþema í tilefni þess að 900 ár eru liðin frá því að fyrstu lögin voru færð til bókar hér á landi.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira