Hoppa yfir valmynd
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Starfshópur metur stöðu og hlutverk landshlutasamtaka

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að meta stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga með það að markmiði að skýra hlutverk þeirra og stöðu gagnvart sveitarfélögum annars vegar og ríkinu hins vegar.

Verkefni starfshópsins er að leggja fram tillögur um hvernig landshlutasamtök sveitarfélaga geti betur unnið með sveitarfélögum og styrkt svæðasamvinnu þeirra þannig að sveitarfélög/sveitarstjórnarstigið verði betur í stakk búið til að taka við fleiri verkefnum og tryggja íbúum á landinu öllu nauðsynlega og lögbundna þjónustu. Við vinnu sína skal starfshópurinn eiga víðtækt samráð við fulltrúa sveitarstjórna og samtök þeirra og horfa til stöðu og þróunar sveitarstjórnarstigsins í nágrannaríkjum. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira