Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Opið fyrir umsóknir um listamannalaun og styrki til atvinnuleikhópa

Stjórn listamannalauna hefur auglýst til umsóknar starfslaun listamanna fyrir árið 2019. Listamannalaunum er úthlutað í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009 og skal umsóknum skilað í síðasta lagi mánudaginn 1. október 2018. Úthlutað verður úr launasjóði hönnuða, myndlistarmanna, rithöfunda, sviðslistafólks, tónlistarflytjenda og tónskálda. Nánari upplýsingar og auglýsingu þessa má nálgast á vef Rannís.

Leiklistarráð auglýsir einnig eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2019. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða starfssamninga til tveggja ára. Skilafrestur þeirra umsókna er til kl. 16, mánudaginn 1. október 2018. Auglýsingu þessa má nálgast á vef Rannís.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira