Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2018

Sérfræðingur á efnarannsóknarstofu


Sérfræðingur á efnarannsóknarstofu

Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, leita að metnaðargjörnum einstaklingi í fullt starf á efnarannsóknarstofu. Efnarannsóknarstofan sér um greiningar á vökva- og gassýnum, einkum í tengslum við grunnvatns- og jarðhitarannsóknir. 

Starfið felur í sér:
Vinnu við efnagreiningar og rekstur efnagreiningatækja. 
Umsjón með efnalager og innslátt gagna.
Eftir atvikum þróun aðferða og tækja til sýnatöku og efnagreininga. 
Vinnu við gæðastjórnunarkerfi. 

Menntunar- og hæfniskröfur:
B.Sc. eða M.Sc. próf í efnafræði, jarðefnafræði, lífefnafræði eða lyfjafræði.
Haldgóð reynsla á sviði efnagreininga er nauðsynleg.
Reynsla af vinnu samkvæmt ISO 17025 eða öðru gæðastjórnunarkerfi æskileg.
Góð almenn tölvukunnátta, reynsla af efnagreiningaforritum og gagnagrunnum er kostur.  
Frumkvæði, nákvæmni og öguð vinnubrögð.
Lipurð í mannlegum samskiptum.
Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.

Fastur vinnustaður er í Reykjavík en starfið getur falið í sér vinnu utanbæjar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR.

Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Ö. Þorbjörnsson, deildarstjóri jarðhitaverkfræði, netfang: [email protected]

Umsóknir, ásamt ferilskrá, berist Valgerði Gunnarsdóttur, starfsmannastjóra, netfang:  [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2018. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
 
ÍSOR er meðal helstu fyrirtækja í heiminum á sviði rannsókna og þróunar í jarðhita og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem slíkt. ÍSOR veitir ráðgjafarþjónustu og annast beinar grunnrannsóknir á flestum sviðum jarðhitanýtingar og annarra auðlinda, ásamt því að annast kennslu í jarðhitafræðum. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði. 
Aðalstöðvar ÍSOR eru í Reykjavík og útibú er á Akureyri. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum