Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2018

Fundur Velferðarvaktarinnar 28. ágúst 2018

26. fundur Velferðarvaktarinnar

Haldinn í velferðarráðuneytinu 28. ágúst 2018 kl. 9.00-11.40.

Viðstaddir: Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar, Margrét J. Rafnsdóttir frá Barnaheillum, Angelique Kelley frá W.O.M.E.N, Salbjörg Bjarnadóttir frá Embætti landlæknis, Bryndís Snæbjörnsdóttir frá Þroskahjálp, Sigurrós Kristinsdóttir frá ASÍ, Eðvald Stefánsson frá Umboðsmanni barna, Nína Helgadóttir frá RKÍ, Sara Jasonardóttir frá Umboðsmanni skuldara, Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Ásta Dís Guðjónsdóttir frá PEPP-samtökum, Kristjana Gunnarsdóttir frá Reykjavíkurborg, Sigurrós Gunnarsdóttir frá Sjónarhóli, Steinunn Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands, Sunna Diðriksdóttir frá dómsmálaráðuneyti, Sesselja Guðmundsdóttir frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Ingvi Skjaldarson frá Hjálpræðishernum, Sigrún Þórarinsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Jóna Pálsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Hrafnhildur Tómasdóttir frá Vinnumálastofnun, Eysteinn Eyjólfsson frá VIRK, Gústav, Gústavsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Eva Bjarnadóttir frá Unicef, Vilborg Oddsdóttir frá Hjálparstarfi kirkjunnar, Halldór Gunnarsson fulltrúi réttindagæslumanna, Sigþrúður Guðmundsdóttir frá Kvennaathvarfinu, Erla Ósk Guðjónsdóttir frá Menntamálastofnun, Garðar Hilmarsson frá BSRB og Lovísa Lilliendahl frá velferðarráðuneyti.

Gestir: Kolbeinn Stefánsson, Anton Karlsson og Gró Einarsdóttir frá Hagstofunni, Einar Magnússon frá velferðarráðuneyti, Björg Kjartansdóttir og Guðný Björnsdóttir frá Rauða krossinum.

---

1. Lyfja og vímuefnanotkun
Einar Magnússon, lyfjamálastjóri, kynnti viðbrögð stjórnvalda við aukinni notkun barna, unglinga og fullorðinna á vímuefnum og lyfseðilsskyldum lyfjum (vímuefnanotkun). Í máli Einars kom fram að starfshópur hefði verið settur á laggirnar í byrjun árs til að kortleggja aðgerðir. Þá stóðu báðir ráðherrar fyrir vinnustofu um málefni barna og ungmenna sem eiga í neysluvanda. Einnig var upplýst um nokkrar aðgerðir sem eru í vinnslu og snúa m.a. að takmörkun lyfjaskammta, nýrri reglugerð sem ætlað er að taka á innflutningi lyfja, aðgerðaáætlun í vímuefnavörnum og undirbúningi neyslurýma. Fram kom að það sé meiri vitundarvakning um þessi mál á Norðurlöndunum en hér á landi.

2. Ný skýrsla heilbrigðisráðherra um geðheilbrigðismál
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, kynnti afstöðu samtakanna til skýrslunnar. Anna sagði margt jákvætt í skýrslunni en að skortur væri á umræðu um félagasamtök sem eru að sinna málaflokknum. Þátttaka fólks með reynslu af þessum málum væri mikilvæg í stefnumótun í geðheilbrigðismálum. 

Almennt ræddi Anna um að ekki væri samræmi á milli umfangs og því sem veitt er til málaflokksins og að skilgreina þurfi betur þjónustustigin. Þá séu ákveðnir hópar sem orðið hafa útundan hvað varðar þjónustu eins og t.d. einstaklingar með tvígreiningar, aldraðir og fangar.

Best væri ef hægt væri að binda í lög samstarf varðandi þennan málaflokk á milli ríkis og sveitarfélaga

3. Félagsvísar og þróun þeirra
Kolbeinn Stefánsson og Gró Einarsdóttir frá Hagstofunni, ræddu um félagsvísana og hugmyndir um  hvernig þróa megi þá frekar og er sú vinna nú í gangi.

4. Aðstæður utangarðsfólks
Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, kynnti viðbrögð og vinnu Reykjavíkurborgar í málefnum utangarðsfólks. Regína upplýsti að í haust væri áætlað að fara í stefnumótunarvinnu varðandi þessi mál. Þetta sé stórt verkefni og mikilvægt að önnur sveitarfélög komi meira að í umræðu og aðgerðum varðandi þessi mál. Aðkoma þriðja geirans sé einnig mikilvæg. Vandinn snýst ekki bara um húsnæðismál, það þurfi einnig að líta á stóru myndina og skoða hvað sé að í samfélaginu okkar.

5. Sjóður fyrir sárafátæka
Guðný Björnsdóttir frá Rauða krossinum á Íslandi kynnti starfsemina og Björg Kjartansdóttir kynnti nýjan sjóð Rauða krossins til styrktar þeim sem búa við sárafátækt á Íslandi, sérlega barnafjölskyldur og eldri borgara.

Ekki meira rætt og fundi slitið 11.45./LL

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum