Hoppa yfir valmynd
Utanríkisráðuneytið

Fyrirmynd að svæðisbundnu samstarfi ríkja

Frá fundi vestnorræna ráðsins í dag - myndUtanríkisráðuneytið

Ýmis sameiginleg hagsmunamál vestnorrænu ríkjanna voru til umræðu á fundum sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti  með Poul Michelsen, utanríkisráðherra Færeyja, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, í tengslum við ársfund Vestnorræna ráðsins í Þórshöfn í Færeyjum í dag.  

Utanríkisráðherrarnir sóttu í morgun ársfund Vestnorræna ráðsins og ræddu þar margvísleg málefni sem hafa sameiginlega þýðingu fyrir vestnorrænu þjóðirnar. Guðlaugur Þór lagði áherslu á hagsmuni svæðisins í öryggis- og varnarmálum, umhverfismálum og samskipti við önnur ríki. Einnig kynnti hann áherslur í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og Norðurskautsráðinu sem hefst á næsta ári.


Vestnorrænu ráðherrarnir á fundinum í Færeyjum í dag. 

„Vestur-Norðurlöndin geta verið fyrirmynd að svæðisbundnu samstarfi ríkja um sameiginleg hagsmunamál, eins og viðskiptafrelsi, vísindasamstarf, sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og heimsmarkmiðin um sjálfbærni,“ sagði Guðlaugur Þór í ræðu sinni á ársfundinum. 

Jafnframt var haldinn þríhliða fundur ráðherranna þar sem farið var yfir stöðu stjórnmála og efnahagsmála, áframhaldandi samstarf og samvinnu þjóðanna á vestnorræna svæðinu og stefnur og strauma í alþjóðamálum. 

Síðdegis hittust svo utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja á ráðherrafundi Hoyvíkurráðsins þar sem farið var yfir framkvæmd Hoyvikursamningsins.  

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira