Hoppa yfir valmynd
12. september 2018 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Ársskýrsla umhverfis- og auðlindaráðherra

Úr Dimmuborgum  - myndHugi Ólafsson
Ársskýrslur ráðherra eru nú birtar í fyrsta skipti í samræmi við lög um opinber fjármál. Í lögunum er kveðið á um að hver ráðherra skuli birta slíka skýrslu þar sem gera skal grein fyrir útgjöldum málefnasviða og málaflokka og bera saman við fjárheimildir fjárlaga.

Markmiðið með ársskýrslunum er að fyrir liggi heildstæð og greinargóð samantekt um þróun útgjalda og mat á árangri í samanburði við sett markmið. Þannig er varpað ljósi á samhengi fjármuna og stefnumótunar og stuðlað að auknu gagnsæi um ráðstöfun og nýtingu fjármuna. Um leið eru ársskýrslurnar grundvöllur fyrir umræðu um stefnumörkun og forgangsröðun hins opinbera.

Ársskýrslurnar eru birtar með fyrirvara um fjárhæðir þar sem endanlegur ríkisreikningur ársins lá ekki fyrir við gerð þeirra. Því er mögulegt að fjárhæðir í skýrslunum geti tekið einhverjum breytingum við lokafrágang ríkisreiknings og verða skýrslurnar þá uppfærðar eftir því sem við á.

Ársskýrsla umhverfis- og auðlindaráðherra

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira