Velferðarráðuneytið

Til umsagnar: Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði

Rannsóknir og vísindi - mynd

Í drögum að frumvarpi heilbrigðisráðherra sem birt hefur verið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að ráðherra verði gert heimilt að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja eða breyta vísindarannsókn á heilbrigðissviði. Breytingunni er fyrst og fremst ætlað að styrkja starf vísindasiðanefndar. Um er að ræða þjónustugjald sem ætlað er að standa undir kostnaði nefndarinnar af umfjöllun og afgreiðslu umsóknar. Fjárhagsstaða vísindasiðanefndar hefur verið erfið og ljóst að bregðast verður við með einhverju móti til að tryggja að nefndin geti uppfyllt þá lögbundnu skyldur sem henni eru faldar í lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, nr. 44/2014.  Umsagnarfrestur er til 25. september næstkomandi.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn