Hoppa yfir valmynd
21. september 2018 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðherrar í Reykjavík

Fundur dómsmálaráðherra Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fór fram í Reykjavík í dag 21. september. Fundurinn er samstarfsvettvangur dómsmálaráðherra þjóðanna, þar sem farið er yfir ýmis mál er unnið er að á vegum ráðuneytanna og möguleikum á samvinnu þjóðanna á þeim vettvangi.

Meðal umræðuefna fundarins voru skipulögð innbrot erlendra glæpahópa sem vart hefur orðið hér á landi eins og nágrannaríkjunum. Peningaþvætti og vernd starfrænna upplýsinga voru einnig rædd á fundinum og hvernig nýta má gervigreind við meðferð mála í dómskerfinu.

Ráðherrafundurinn er haldinn annað hvert ár og verður næsti fundur í Svíþjóð árið 2021. Í lok fundar lýstu fulltrúar þjóðanna ánægju með samstarfsvettvanginn og lögðu áherslu á áframhaldandi samvinnu þjóðanna á þessum vettvangi við að miðla þekkingu og reynslu sín á milli.

  • Dómsmálaráðherrar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 1
  • Dómsmálaráðherrar í Reykjavík - mynd úr myndasafni númer 2

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum