Hoppa yfir valmynd
5. október 2018 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Drög að reglugerð um sérstakan úrgang frá heilbrigðisþjónustu í umsagnarferli

  - myndVelferðarráðuneytið

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerð um meðhöndlun úrgangs og viðauka hennar um sérstakan úrgang frá heilbrigðisþjónustu. Reglugerðin á einnig við um stofur sem sjá um húðrof, húðgatanir og húðflúr.

Brýnt er að allir sem að þessum málaflokki koma átti sig vel á skilgreiningum sérstaks úrgangs frá heilbrigðisþjónustu, svo flokkun, meðhöndlun og förgun þessa úrgangs verði markviss og þjóni tilgangi sínum. Vakning hefur orðið meðal heilbrigðisstofnana sem vilja sýna umhverfisvitund í verki og þar með stuðla að endurnýtingu úrgangs fremur en förgun.

Tillagan að breytingu á reglugerðinni er afrakstur óformlegs vinnuhóps þar sem tóku þátt fulltrúar umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Umhverfisstofnunar, heilbrigðiseftirlitssvæða, atvinnulífs, Landspítala, Embættis landlæknis og rekstraraðila sem meðhöndla sérstakan úrgang frá heilbrigðisstofnunum.

Óskað er eftir því að athugasemdir við reglugerðardrögin berist í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 22. október nk.

Drög að reglugerð um sérstakan úrgang frá heilbrigðisþjónustu

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira