Hoppa yfir valmynd
17. október 2018 Félagsmálaráðuneytið

Tímamót í velferðarþjónustu - Ráðstefna 7. - 8. nóvember

Velferðarráðuneytið og Nýsköpunarmiðstöð Íslands boða til ráðstefnu og málstofa dagana 7. – 8. nóvember. Sjálfstæði, nýsköpun og samvinna eru lykilhugtök ráðstefnunnar þar sem fjallað verður um velferðarþjónustuna á Íslandi, stöðu hennar og verkefnin sem framundan eru í ljósi. Fjöldi þeirra sem þurfa aðstoð og þjónustu vex hröðum skrefum og kröfur um gæði og einstaklingsmiðaða þjónustu aukast. Um þetta verður fjallað, ræddar lykilspurningar sem þetta varða og sjónum beint að tækifærum sem framundan eru.

Sérstakar málstofur verða haldnar fimmtudaginn 8. nóvember þar sem kafað verður dýpra ofan í skilgreind málefni, svo sem lög um þjónustu við fatlað fólk með langvinnar stuðningsþarfir, umfjöllun og samtal við notendur og aðra hagsmunaaðila um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og nýsköpun í velferðarþjónustunni með sérstaka áherslu á norræna nýsköpun.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira