Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ræddu breytingar í umhverfi fjármálastofnana á fundi ráðherra fjármála- og efnahagsmála í Brussel

Ráðherrar EFTA-ríkjanna á fundinum í Brussel: Bjarni Benediktsson, Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs, Adrian Hasler frá Liechtenstein og Ueli Maurer frá Sviss. - mynd

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra sótti í dag árlegan fund ráðherra fjármála- og efnahagsmála í ríkjum Evrópusambandsins, Ecofin, og EFTA. Fundurinn fór fram í Brussel.

Á fundinum var einkum rætt um breytingar sem eru að verða í umhverfi fjármálastofnana með tilkomu fjártæknifyrirtækja og þörf á að aðlaga regluverk Evrópu að þeim. Einnig var farið yfir stöðu efnahagsmála í EFTA-ríkjunum. Fjármála- og efnahagsráðherra ræddi stöðu og þróun efnahagsmála á Íslandi auk þess að greina frá afnámi fjármagnshafta og áherslum Íslands þegar kemur að lagalegu umhverfi fjármálafyrirtækja.

Í tengslum við fundinn hittu ráðherrar EES og EFTA-ríkjanna Valdis Dombrovskis, einn varaformanna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en Dombrovskis stýrir m.a. málefnum fjármálastöðugleika, fjármálaþjónustu og fjármagnsmarkaða innan framkvæmdastjórnarinnar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira