Hoppa yfir valmynd
12. desember 2018

Kennslustjóri fjarnáms

Kennslustjóri fjarnáms – Menntaskólinn á Egilsstöðum

Menntaskólinn á Egilsstöðum auglýsir eftir öflugum og metnaðarfullum einstalingi í 75% starf kennslustjóra fjarnáms. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf.

Menntunar og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Nám á sviði stjórnunar auk kennsluréttinda er kostur.
Marktæk þekking og reynsla af sambærilegu starfi, störf innan menntakerfisins kostur.
Góð tölvufærni og geta til að tileinka sér nýja tölvutækni 
Mjög góð kunnátta og færni  í excel er skilyrði
Þekking á Innu og kennsluvef mikill kostur.
Sjálfstæði í vinnubrögðum
Nákvæmni, frumkvæði og metnaður 
Skipulagshæfileikar ásamt mjög góðri færni í mannlegum samskiptum nauðsynleg
Góð enskukunnátta í ræðu og riti nauðsynleg.

Starfsvið
Umsjón með fjarnámi og starfsnámsbrautum
Hefur um sjón með innritun fjarnema og upplýsingagjöf til þeirra
Sér um að starfsreynsla og fyrra nám umsækjenda verði metið.
Aðstoðar fjármálastjóra við innheimtu fjarnámsgjalda
Tekur við úrsögnum fjarnema
Raðar áföngum starsfnámsbrauta á annir og býr til stundaskrár.
Þjónustar fjarnema
Þjónustar fjarnámskennara
Ber ábyrgð á heimasíðu fjarnáms
Hefur samsktipti við grunnskóla vegna náms grunnskólanema í ME
Umsjón með próftökum fjarnema ME og hefur umsjón með próftöku nemenda annarra skóla í ME
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við stjórnendur

Í Menntaskólanum á Egilsstöðum starfa rúmlega 40 starfsmenn. Við skólann er lögð áhersla á þróunarstörf í kennsluháttum og námsmati á grundvelli nýrrar skólanámskrár. Fjarnám er einn af lykil þáttum í þjónustu skólans.

Í umsókn þurfa að koma fram upplýsingar og staðfesting á menntun, fyrri störfum og listi yfir meðmælendur. Umsóknin þarf ekki að vera á sérstökum eyðublöðum en afrit prófskírteina skulu fylgja. 

Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðuneytis og Kennarasambandsins.

Umsóknarfrestur rennur út 7. janúar 2019 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.

Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknir skal senda á netfangið [email protected] eða eftirfarandi heimilisfang:

Menntaskólinn á Egilsstöðum
b/t skólameistara,
Tjarnarbraut 25,
700 Egilsstaðir.
Skólameistari

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum