Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2019

Fræðslustjóri

 
FRÆÐSLUSTJÓRI HJÁ VEGAGERÐINNI

Vegagerðin vinnur að öruggum og greiðum samgöngum í þágu samfélagsins alls.  Vegagerðin vinnur að uppbyggingu samgöngukerfisins með lagningu vega og þjónustu við vegakerfi landsins, þróun almenningssamgangna og samþættingu mismunandi samgönguforma.

Nú vantar okkur öflugan fræðslustjóra til að taka þátt í þessu verkefni með okkur.

Um er að ræða nýtt starf innan Vegagerðarinnar. Starfið er á starfsstöð Vegagerðarinnar í Reykjavík og um er að ræða 100% starf. 

Ábyrgð og verkefni:
Umsjón með starfsþróunarstefnu og fræðsluáætlun Vegagerðarinnar
Umsjón og utanumhald með fræðslu- og þjálfunarmálum
Þarfagreiningar vegna símenntunar
Nýliðafræðsla 
Samskipti við starfsmenntasjóði og menntastofnanir


Menntunar- og hæfniskröfur: 
Kennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi 
Þekking og reynsla af fullorðinsfræðslu æskileg
Farsæl og árangursrík reynsla af fræðslumálum/símenntun
Reynsla af breytingastjórnun æskileg 
Framúrskarandi samskiptafærni
Frumkvæði, metnaður og drifkraftur í starfi
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Góð kunnátta í talaðri og ritaðri íslensku og ensku 

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum.    
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags og umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar 2019

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir mannauðsstjóri (sigurbjorg.helgadottir@vegagerðin.is) og í síma 522 1000

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur um hæfi til að gegna umræddu starfi. Umsóknir berist Vegagerðinni á netfangið [email protected]   

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum