Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2019 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Endanleg framlög vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2018

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endanlegt skiptihlutfall vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2018. Heildarframlög nema 16.205 m.kr.

Áður hafa verið gefnar út þrjár áætlanir fyrir árið. Breytingar sem verða á skiptihlutfalli frá þriðju áætlun eru til komnar vegna uppfærðra kostnaðartalna þjónustusvæða vegna einstaklinga án mats á stuðningsþörf. Nýsamþykkt og endanlegt skiptihlutfall byggir því á uppfærðum tölum og endurspeglar betur þann kostnað og þá þjónustu sem þjónustusvæðin veita.

Endanleg framlög vegna þjónustu við fatlað fólk 2018

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira