Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2019

Doktorsnemi við Sagnfræðistofnun

Doktorsnemi við Sagnfræðistofnun Hugvísindasviðs Háskóla Íslands

Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um doktorsstyrk við Sagnfræðistofnun Hugvísindasviðs. Óskað er eftir umsóknum frá hæfum einstaklingum sem hafa lifandi áhuga á að vinna doktorsverkefni tengt rannsóknaverkefninu "Víkingar í Austurvegi" ("Legends of the Eastern Vikings"). Doktorsverkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði (RANNÍS). til þriggja ára frá og með 1. júlí 2019.

Helstu verkefni og ábyrgð
Víkingaferðir norrænna manna á 8., 9. og 10. öld beindust bæði í vesturaátt, til Norður-Atlantshafsins, Bretlandseyja og Vestur-Evrópu, og í austurátt, yfir sléttur Rússlands og alla leið til Konstantínópel. Hafa víkingar í Austurvegi iðulega verið nefndir væringjar enda er það hugtak notað yfir hluta þeirra í bæði grískum og norrænum heimildum. Þessi rannsókn felur í sér endurmat á ritheimildum um ferðir norrænna manna í Austurvegi, allt frá því að getið er um þá í frönsku annálum 838 og fram að fjórðu krossferðinni árið 1204. Frá lokum 10. aldar virðist hafa verið starfandi sérstök sveit innan lífvarðar Rómarkeisarans sem kennd var við væringja. Töluvert er getið um væringja í íslenskum miðaldaheimildum og hafa slíkar frásagnir vakið athygli fræðimanna víða um lönd en sá höfuðgalli er á alþjóðlegum rannsóknum á fyrirbærinu að ekki hefur verið tekið tillit til þróunar rannsókna á Íslendingasögunum sem heimildum undanfarna áratugi. Ætlunin er að taka sögu væringja til endurskoðunar í heildrænu samhengi og leggja sérstaka áherslu á hvernig meta beri íslenskir heimildir um norræna menn í Austurvegi. Rannsóknin er hugsuð sem framlag til íslenskrar hugarfarssögu og til sögu miðaldaorðræðunnar um væringja. 

Verkefnisstjórar eru Sverrir Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands, og Þórir Jónsson, lektor í Mið-Austurlandafræðum við Háskóla Íslands.

Doktorsneminn mun vinna með rannsóknarteyminu við Háskóla Íslands að sameiginlegum markmiðum verkefnisins. Meðal verkefna doktorsnemans verða greining á slavneskum heimildum um norræna menn frá 11. öld til 13. aldar, vinna að útgáfum, fyrirlestar á ráðstefnum, þátttaka í skipulagsfundum og stjórnun verkefnisins.

Hæfnikröfur
Umsækjendur skulu hafa lokið MA-prófi í sagnfræði eða skyldri námsgrein með fyrstu einkunn. Ætlast er til að umsækjendur geti sýnt fram á góða enskukunnáttu í bæði rituðu og töluðu máli. Íslenskukunnátta er æskileg. 

Doktorsneminn innritast í doktorsnám í sagnfræði við Háskóla Íslands. Umsækjandinn sem verður fyrir valinu sækir, í samráði við væntanlegan leiðbeinanda, um inntöku í doktorsnám í sagnfræði við Háskóla Íslands áður en formleg ákvörðun um styrkveitingu er tekin. Tekið er við umsóknum utan hefðbundins umsóknartímabils doktorsnáms og umsækjandanum verður leiðbeint í gegnum ferlið.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.

Með umsókn skulu fylgja
>> Ferilskrá (CV)
>> Yfirlýsing um áform (1-2 síður) 
>> Staðfestingar á prófgráðum (BA- og MA-gráður)
>> Tvö meðmælabréf

Öllum umsóknum verður svarað og allir umsækjendur verða látnir vita þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í allt að 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans, sjá hér: https://www.hi.is/node/303261#markmid2 

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 15.04.2019

Nánari upplýsingar veitir
Eiríkur Smári Sigurðarson - [email protected] - 5255136

Háskóli Íslands
Sagnfræðistofnun
Sæmundargötu 4
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum