Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2019

Fjárfestingastjóri

Fjárfestingastjóri 

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins leitar að öflugum einstaklingi til starfa. Viðkomandi mun taka þátt í uppbyggingu fyrirtækja í eignasafni, miðla af þekkingu og reynslu ásamt því að gæta hagsmuna sjóðsins. Æskilegt er að viðkomandi hafi innsýn í umhverfi nýsköpunar- og sprotafyrirtækja.
 
Ábyrgðar- og starfsvið 
Greining á  fjárfestingakostum og viðskiptatækifærum 
Gerð kynninga á fjárfestingartækifærum 
Seta í stjórnum félaga sem sjóðurinn fjárfestir í 
Þátttaka í stefnumótun fyrirtækja og eftirfylgni 
 
Menntun og hæfniskröfur 
Háskólapróf sem nýtist í starfi  
Reynsla af greiningu fjárfestingakosta og gerð kynninga 
Reynsla af fyrirtækjarekstri og stjórnun  
Mjög góðir samskiptahæfileikar 
Sjálfstæði og frumkvæði í starfi 
Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti. Góð enskukunnátta skilyrði. 

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er fjárfestingarsjóður sem tekur virkan þátt í þróun og vexti íslensks atvinnulífs með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og fjármálaráðherra.
 
Umsóknarfrestur er til og með 11. mars 2018

Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
 
Nánari upplýsingar veita Hilmar Garðar Hjaltason ([email protected]) og Þóra Lind Sigurðardóttir ([email protected]) hjá Capacent ráðningum. 
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum