Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2019

Launa- og mannauðsfulltrúi

Launa- og mannauðsfulltrúi

Hafrannsóknastofnun leitar eftir starfsmanni við launavinnslu og mannauðsmál. Starfið felst í mánaðarlegri launavinnslu, eftirliti með tímafærslum (Vinnustund), orlofsuppgjöri og fjölbreyttum störfum við mannauðsmál í samstarfi við yfirmann mannauðsmála, þar með talið starfsþróunarmál, starfsmannahandbók og jafnlaunavottun.

Starfið er fjölbreytt og krefjandi framtíðarstarf.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun sem nýtist í starfi
Reynsla af launavinnslu og mannauðsmálum
Reynsla af Orra - Mannauðskerfi æskileg
Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu
Lipurð í mannlegum samskiptum, kurteisi og þjónustulund
Góð almenn tölvukunnátta (Word, Excel, Office 365)

Um er að ræða fullt starf með starfstöð í Reykjavík en fyrir liggur að stofnunin flytur í Hafnarfjörð á árinu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað sem fyrst.

Óskað er eftir að umsókn fylgi greinargóð ferilskrá yfir menntun og fyrri störf, staðfesting á námi og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknarinnar og útskýrir atriði í ferilskrá betur, eftir því sem viðkomandi telur þörf á. 

Umsóknarfrestur er til og með 11. mars n.k. 

Umsóknir skulu sendar á póstfangið [email protected] eða á skrifstofu Hafrannsóknastofnunar, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir Sólmundur Már Jónsson, fjármálastjóri ([email protected]) sími 5752000.

Jafnt karlar sem konur, eru hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Hafrannsóknastofnun, rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna er stærsta rannsóknastofnun landsins á sviði haf- og vatnarannsókna og gegnir auk þess ráðgjafarhlutverki varðandi skynsamlega nýtingu og verndun auðlinda hafs og vatna. Mikill hluti starfseminnar tengist alþjóðlegu samstarfi við erlendar hafrannsóknastofnanir og háskóla. Stofnunin rekur auk aðalstöðva í Reykjavík starfsstöðvar vítt og breytt um landið, tilraunaeldisstöð, tvö rannsóknaskip og hefur að jafnaði um 190 starfsmenn í þjónustu sinni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum