Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2019

Framkvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar

Framkvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Staða framkvæmdastjóra hjúkrunar og rekstrar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands er laus er til umsóknar.
Starfshlutfall er 100%. Staðan veitist frá 1. apríl 2019, eða eftir samkomulagi. Ráðið er í stöðuna til fimm ára. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirmaður hjúkrunar og ber faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu stofnunarinnar í samræmi við 10 gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007. 
Heildarskipulagning og samhæfing hjúkrunar og efling faglegar þróunar á öllum sviðum.
Ábyrgð á áætlanagerð og rekstri.
Stefnumótun, markmiðasetning og árangursmælingar.
Frumkvæði að umbótum, hagræðingu og eflingu endurmenntunar.
Yfirumsjón með sýkingavarnarnefnd, áfallateymi og seta í viðbragðsstjórn.
Framkvæmdastjóri hjúkrunar og rekstrar heyrir beint undir forstjóra og á sæti í framkvæmdastjórn.

Hæfnikröfur
Gerð er krafa um íslenskt hjúkrunarleyfi. 
Viðbótar- eða framhaldsmenntun sem nýtist í starfi.
Áskilin er reynsla af mannauðsmálum og stjórnunarreynsla í heilbrigðisþjónustu.
Góðir leiðtogahæfileikar, frumkvæði, áreiðanleiki og metnaður til að ná árangri í starfi.
Geta til að takast á við krefjandi verkefni í breytilegu starfsumhverfi.
Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfileikar. 
Reynsla af stefnumótun og umbótaverkefnum.
Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn fylgi ítarlegar og staðfestar upplýsingar um nám, fyrri störf ásamt afriti af hjúkrunarleyfi og prófskírteinum. 
Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. 

Stöðunefnd framkvæmdastjóra hjúkrunar, skv. 36. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007, metur hæfni umsækjenda.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu á innsendum gögnum, umsögn stöðunefndar, viðtölum og umsögnum. 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf er tekið með af jafnréttisstefnu HVE.

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars 2019.

Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna F. Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, netfang: [email protected] , sími 432-1000

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 18.03.2019

Nánari upplýsingar veitir
Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir - [email protected] - 432-100

Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Akranes Sjúkrahús Skrifstofa, tölvu og upplýsingadeild
Merkigerði 9
300 Akranes


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum