Hoppa yfir valmynd
11. mars 2019 Utanríkisráðuneytið

Ræddu fríverslun með sjávarafurðir

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Ceciliu Malmström, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins (ESB) á sviði viðskipta. Megintilgangur fundarins var að ræða mögulega fríverslun með fisk og fiskafurðir við ESB.

Guðlaugur Þór sagði mikilvægt að vinna að greiðari markaðsaðgangi fyrir íslenskar sjávarafurðir inn á evrópska markaði. „EES-samningurinn lágmarkar tæknilegar viðskiptahindranir með samhæfðu regluverki en við höfum bent á mikilvægi frekari tollalækkana þegar kemur að fiski og fiskafurðum,“ sagði Guðlaugur Þór eftir fundinn. „Samningurinn er án efa mikilvægasti viðskiptasamningur Íslands en við munum áfram leitast eftir því að Evrópusambandið komi til móts við okkur hvað þetta varðar,“ sagði Guðlaugur Þór.

Á fundinum ræddu þau einnig áframhaldandi gott samstarf EES-ríkjanna, viðskipti með landbúnaðarvörur, uppbyggingarsjóð EES og útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum