Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2019 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Aukið samstarf Íslands og Indlands

Sendiherra Indlands á Íslandi, T. Armstrong Changsan, fundaði með Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra á dögunum og ræddu þau samstarf og tengsl landanna og þá möguleika sem felast í auknum samskiptum þeirra á sviði menntamála, einkum á vettvangi háskóla og rannsóknastarfs.

Changsan fræddi ráðherra um fjölbreytta viðburði sem skipulagðir eru í tengslum við 150 ára fæðingarafmæli indverska friðarleiðtogans Mahatma Gandhi. Sendiráðið hefur meðal annars staðið fyrir slíkum viðburðum í skólum og mun leita eftir samstarfi um fleiri viðburði við íslenskar menningarstofnanir.

„Samvinna og þekkingarmiðlun er okkur sífellt mikilvægari til þess að mæta þeim áskorunum sem þjóðir heims glíma við, ekki síst þegar kemur að umhverfis- og loftslagsmálum. Við búum yfir ákveðinni sérhæfingu hér sem nýst getur öðrum löndum, til dæmis á sviði jarðvarma og endurnýtanlegra orkugjafa. Á móti getum við margt lært af Indverjum, ekki síst á sviði tækniþróunar og tæknimenntunar sem við vinnum að því að efla hér á landi. Ég sé sóknarfæri í því að efla samstarf landanna á menntasviðinu, til dæmis með því að stuðla að nemenda- og kennaraskiptum milli landanna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira