Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2019

Sérfræðilæknir í alm. lyflækningum, sumarafleysing

Sérfræðilæknir í alm. lyflækningum/ sumarafleysing í 2-4 vikur

Hvernig væri að blanda saman sumarfríi og vinnu, heimsækja ættingja og vini og njóta íslenskrar náttúru?

Við auglýsum eftir sérfræðilæknum í almennum lyflækningum til sumarafleysinga á nýrri og endurskipulagðri bráðalyflækningadeild í Fossvogi. Um er að ræða aðallega 2-4 vikur í júlí 2019. Flug greitt fram og til baka komi umsækjandi frá útlöndum. 

Deildin skipar öflugt teymi heilbrigðisstarfsmanna sem veita skjóta og vandaða þjónustu við þverfaglega greiningu og meðferð bráðra- sem og langvinnra lyflæknisfræðilegra vandamála. Fjölbreytt starfsemi heyrir undir almennar lyflækningar á Landspítala. Tvö þverfagleg teymi sinna bráðalyflækningadeildinni A2 og er þriðja teymið (hreyfiteymi) staðsett á bráðamóttöku og sinnir þar uppvinnslu og meðferð sjúklinga sem bíða innlagnar á lyflækningasvið. Undir almennar lyflækningar heyrir jafnframt öflug dagdeildarstarfsemi.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Vinna á legudeildum og bráðadagdeild
» Vinna í hreyfiteymi almennra lyflækninga 
» Vinna á dagdeild B-7
» Þátttaka í vaktþjónustu almennra lyflækninga

Hæfnikröfur
» Breið þekking og reynsla í faginu
» Góðir samskiptahæfileikar
» Góð reynsla og hæfni til að vinna í teymi
» Íslenskt sérfræðileyfi í almennum lyflækningum 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt starfsleyfi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.05.2019

Nánari upplýsingar veitir
Sigríður Þórdís Valtýsdóttir - [email protected] - 543 5256/ 825 5148
Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir - [email protected] - 543 9106/ 824 5480


Landspítali
Almennar lyflækningar
Fossvogi
108 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum