Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2019

Hjúkrunarfræðingar

Heilsugæslan Árbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum til starfa við heilsugæslu- og skólahjúkrun. Um 80-100% tímabundin störf er að ræða. Æskilegt er að hægt sé að hefja störf 15. ágúst eða eftir nánara samkomulagi.

Á heilsugæslustöðinni eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt sérnámslæknum, sálfræðingi, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, lífeindafræðingi, sjúkraliðum og riturum. Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Helstu verkefni og ábyrgð

Megin starfssvið er skólahjúkrun og almenn hjúkrunarstörf á heilsugæslustöð.

Starfssvið hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu er mjög fjölbreytt. Þeir sinna meðal annars heilsuvernd barna, einstaklingum með langvinnan heilsuvanda, öldruðum, símaráðgjöf og bráðaþjónustu.

Skólahjúkrunarfræðingur sinnir heilsuvernd skólabarna samkvæmt tilmælum Embættis landlæknis. Auk þess sinnir hann öðrum viðfangsefnum sem upp kunna að koma í samstarfi við annað starfsfólk skólans og foreldra eftir þörfum hverju sinni.

Hæfnikröfur

- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Reynsla af skóla- og/eða heilsugæsluhjúkrun æskileg
- Mikil samskiptahæfni og sveigjanleiki
- Faglegur metnaður og áhugi á að vinna með börnum
- Sjálfstæði í starfi
- Reynsla af og áhugi á teymisvinnu
- Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt góð almenn tölvukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Jafnframt skal leggja fram leyfisbréf og staðfestar upplýsingar um menntun.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Starfshlutfall er 80 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.05.2019

Nánari upplýsingar veitir

Helga Sævarsdóttir - [email protected] - 513-5200
Elín Gunnarsdóttir - [email protected] - 513-5200

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Árbæ hjúkrun
Hraunbæ 115
110 Reykjavík

Sækja um starf

Starfssvið: Sérfræðingar á heilbrigðissviði

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum