Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2019

Sérfræðingur í kerfisstjórnun/sérkerfi

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í kerfisstjórnun til að sinna viðhaldi og rekstri á sérhæfðum miðlægum kerfum Veðurstofunnar sem og taka þátt í hönnun og þróun á þeim. Viðkomandi mun starfa á Upplýsingatæknisviði Veðurstofu Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð

Hlutverk sérfræðings í kerfisstjórnun er meðal annars að reka sérhæfð miðlæg kerfi Veðurstofunnar. Í því felst þjónusta, viðhald, eftirlit og ráðgjöf. Viðkomandi sérhæfir sig í ákveðnum kerfum, en hefur rekstrarlega þekkingu á öllum kerfum upplýsingatækni.

Hæfnikröfur

  • Menntun á sviði kerfisstjórnunar og/eða reynsla á sviði kerfisstjórnunar
  • Þekking og/eða reynsla á rekstri vefþjóna, netþjóna og sýndarvéla í 24/7 umhverfi
  • Þekking og reynsla á Linux starfsstöðvum og notendaþjónum
  • Kunnátta í Windows umhverfi er kostur
  • Frumkvæði og lausnamiðuð nálgun á verkefni
  • Færni í mannlegum samskiptum og að miðla upplýsingum
  • Nákvæmni og skipulögð vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum. Um er að ræða fullt starf og taka laun mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Hjá stofnuninni starfa um 140 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 70 manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. Hlut-verk stofnunarinnar er öflun, varðveisla og úrvinnsla gagna, sem og miðlun upplýsinga á helstu eðlisþáttum jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, jörð, snjó, jöklum og hafi. Starfsemin fer fram á fimm sviðum: Eftirlits- og spásviði, Fjármála- og rekstrarsviði, Athugana- og tæknisviði, Úrvinnslu- og rannsóknasviði og Upplýsingatæknisviði.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.05.2019

Nánari upplýsingar veitir

Gunnar Bachmann Hreinsson - [email protected] - 5226000
Borgar Ævar Axelsson - [email protected] - 5226000

Veðurstofa Íslands
Upplýsingatækni
Bústaðarveg 9
150 Reykjavík

 Starfssvið: Sérfræðingar, aðrir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum