Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2019

Verkefnisstjóri viðburða og alþjóðamála Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar 100% starf verkefnisstjóra viðburða og alþjóðamála við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnisstjórinn sér meðal annars til þess að viðburðir á vegum sviðsins gangi vel fyrir sig frá upphafi til enda og er starfsfólki sviðsins innan handar við undirbúning og framkvæmd viðburða. Hann er tengiliður sviðsins við Skrifstofu alþjóðasamskipta og sér til þess að skiptinemar og erlendir gestir fái stuðning og aðstoð eftir þörfum. Verkefnisstjórinn verður hluti af markaðs- og kynningarteymi Menntavísindasviðs.

Helstu verkefni og ábyrgð

>> Skipulagning viðburða á vegum Menntavísindasviðs og aðstoð við samstarfsaðila vegna viðburða á sviðinu.
>> Gerð skriflegra tilkynninga og frétta um viðburði.
>> Kynningar og kynningarefni í samvinnu við kynningar- og markaðsstjóra
>> Samskipti við fjölmiðla og aðra hagsmunaðila.
>> Tengiliður við Skrifstofu alþjóðasamskipta.
>> Ýmis þjónusta við skiptinema, gistikennara og aðra erlenda gesti.
>> Ýmis þjónusta við starfsmenn, nemendur og samstarfsaðila Menntavísindasviðs í tengslum við viðburði og erlenda gesti.
>> Teymisvinna innan stjórnsýslu Menntavísindasviðs.

Hæfnikröfur

>> Háskólapróf sem nýtist í starfi.
>> Reynsla á sviði viðburðarstjórnunar er nauðsynleg.
>> Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli er skilyrði.
>> Reynsla af fréttaskrifum, vinnslu frétta fyrir vef og samskiptum við fjölmiðla.
>> Reynsla af alþjóðasamstarfi er kostur.
>> Góð tölvukunnátta er skilyrði, þ.m.t. þekking á og færni í forritum eins og excel- og word og rafrænni skjalavinnslu.
>> Rík þjónustulund og mjög góð færni í samskiptum.
>> Skipulagshæfni, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Gert er ráð fyrir að umsækjandi hefji störf sem fyrst eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I. Ferilskrá
II. Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
III. Staðfest afrit af prófskírteinum
IV. Upplýsingar um umsagnaraðila

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.


Háskóli Íslands veitir nemendum víðtæka menntun á öllum helstu fræðasviðum og þjónar stofnunum, fyrirtækjum og stjórnvöldum í þágu almannaheilla. Háskóli Íslands leggur sig fram um að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsfólk sýnir kostgæfni og fær notið sín í starfi. Megin gildi háskólans eru akademískt frelsi, fagmennska og jafnrétti. Háskóli Íslands er í hópi 250 bestu háskóla heims samkvæmt matslista Times Higher Education.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 13.05.2019

Nánari upplýsingar veitir

Lára Rún Sigurvinsdóttir - [email protected] - 525 5905

Háskóli Íslands
Menntavísindasvið stjórnsýsla
Stakkahlíð
105 Reykjavík

Sækja um starf

Starfssvið: Sérfræðingar, aðrir

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum