Hoppa yfir valmynd
7. maí 2019 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Erum við viðbúin? - Ráðstefna Loftslagsráðs um aðlögun að loftslagsbreytingum

Loftslagsráð boðar til ráðstefnu um aðlögun Íslands að loftslagsbreytingum á Grand Hóteli, fimmtudaginn 16. maí 2019 kl. 9:30 – 12:00.

Markmið ráðstefnunnar er að kalla fram viðbrögð við fyrirsjáanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga í þeim tilgangi að auka hæfni samfélagsins til að takast á við þær og byggja upp viðnámsþrótt gagnvart þeim. Ljóst er að viðbrögð eru og munu þurfa að vera margþætt og því er nauðsynlegt að leiða saman krafta til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.

Eftir hádegi fer fram vinnustofa þar sem farið verður dýpra í brýnustu verkefni og hindranir.

Ráðstefnunni verður streymt beint og verða upptökur aðgengilegar á vef Loftslagsráðs að henni lokinni.

Nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig í síðasta lagi þriðjudaginn 14. maí næstkomandi. Allir eru velkomnir en athugið að lokað verður fyrir skráningu fyrr ef fjöldi fer yfir það sem húsrúm leyfir.

Dagskrá ráðstefnunnar

Skráning á ráðstefnuna 

Beint streymi


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira