Hoppa yfir valmynd
10. maí 2019 Forsætisráðuneytið

Staða jafnlaunavottunar

Jafnlaunamerkið.  - mynd

Á ríkisstjórnarfundi í morgun var fjallað um stöðu jafnlaunavottunar og niðurstöður nýrrar könnunar sem skrifstofa jafnréttismála í forsætisráðuneytinu lét gera meðal þeirra 76 fyrirtækja sem höfðu öðlast jafnlaunavottun fyrir 30. apríl sl.

Niðurstöður eru mjög jákvæðar og rúmlega 81% svarenda voru fremur eða mjög ánægð með jafnlaunavottunina og að hafa innleitt jafnlaunastaðalinn. Flestir svarenda notuðu niðurstöður launagreiningar til úrbóta á jafnlaunakerfinu.

Alls leiðréttu 60% svarenda laun starfsfólks sem mældust of lág og 11% leiðréttu laun hópa sem mældust of lág.

Þriðjungur svarenda mældi fleiri jafnréttisþætti en til var ætlast af jafnlaunastaðlinum, s.s. fjölda kvenstjórnenda, skipan í stjórnir og nefndir, kynjahlutfall í starfaflokkun, endurmenntun o.s.frv. Það sýnir því áþreifanlegan árangur af innleiðingu staðalsins fyrir jafnrétti innan fyrirtækja.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar reyndust flokkun starfa, gerð verklagsreglna, tímaskortur og vottunarferli mest íþyngjandi í ferlinu en kostnaður við ferlið var ekki mjög íþyngjandi þáttur.

Alls hafa 86 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun, þar af 43 með fleiri en 250 starfsmenn. Fyrir næstu áramót skulu 232 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnalunavottun.

Fjallað var almennt um stöðu jafnlaunavottunar á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Ráðherrar munu hvetja stofnanir sínar til að ljúka ferli við jafnlaunavottun innan lögbundins frests, sem er um áramótin 2019/2020.

 

 

Niðurstöður könnunar á innleiðingarferli jafnlaunavottunar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira