Hoppa yfir valmynd
21. maí 2019

Umsjónarmaður fasteigna og tækja á suðursvæði

Umsjónarmaður fasteigna og tækja á suðursvæði

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf umsjónarmanns fasteigna og tækja á suðursvæði laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og heyrir staðan undir þjóðgarðsvörð suðursvæðis. Meginstarfsstöð er í Skaftafelli en einnig er um að ræða verkefni á öðrum svæðum Vatnajökulsþjóðgarðs á suðursvæði, s.s. á Jökulsárlóni og Höfn.

Helstu verkefni og ábyrgð
Starfið er krefjandi, fjölbreytt, krefst útsjónarsemi og felur m.a. í sér:
- Almennt viðhald fasteigna að innan sem utan
- Umhirðu tjaldsvæða, svo sem grasslátt
- Snjómokstur og sandburð á bílastæðum, vegum og göngustígum
- Uppsetningu á skiltum og merkingum
- Utanumhald um fráveitu
- Samstarf og aðstoð við verktaka
- Umsjón og utanumhald á tækjum og verkfærum
- Önnur tilfallandi verkefni.

Hæfnikröfur
- Iðnmenntun, s.s. trésmíði og rafvirkjun og/eða önnur reynsla sem nýtist í starfi
- Vinnuvélaréttindi
- Meirapróf er kostur
- Þekking og reynsla af sambærilegu starfi
- Sjálfstæði, frumkvæði og vandvirkni
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og AFL Starfsgreinafélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 10. júní 2019. Í umsókn þarf að gera grein fyrir menntun og reynslu sem umsækjandi telur að nýtist í þessu starfi en henni þarf einnig að fylgja ferilskrá þar sem eru tilteknir meðmælendur sem hægt er að hafa samband við vegna umsóknarinnar.
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf sem fyrst.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.06.2019

Nánari upplýsingar veitir
Helga Árnadóttir - [email protected] - 4708331
Ragnheiður Björgvinsdóttir - [email protected] - 8303055


Vatnajökulsþjóðgarður
Skrifstofa Höfn
Skaftafellsstofa Skaftafelli
785 Öræfi


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum