Hoppa yfir valmynd
22. maí 2019

Fulltrúi í þjónustudeild/afgreiðslu

Fulltrúi í þjónustudeild/afgreiðslu

Við leitum að öflugum starfsmanni í fjölbreytt starf í þjónustudeild okkar í Reykjavík. 

Helstu verkefni:
Móttaka, skráning og frágangur flutningstilkynninga.
Samskipti við norrænar skráningarstofur.
Ráðgjöf, upplýsingagjöf og almenn afgreiðsla viðskiptavina.
Símsvörun og önnur verkefni er snerta þjónustudeild Þjóðskrár Íslands.

Hæfniskröfur:
Stúdentspróf er kostur. 
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði.
Reynsla af þjónustu- og skrifstofustörfum er skilyrði.
Nákvæmni og hraði í vinnubrögðum.
Góð kunnátta í íslensku, ensku og einu norðurlandatungumáli er skilyrði.
Góð almenn tölvukunnátta nauðsynleg.
Góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði.
Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Við kunnum vel að meta frumkvæði, nákvæmni, sköpunargleði og hraða í vinnubrögðum. Við nýtum aðferðir straumlínustjórnunar til að verða betri í dag en í gær. 

Um er að ræða fullt starf og laun samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna og Sameykis.

Umsóknarfrestur er til og með 11. júní 2019.

Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. Umsóknir óskast sendar á netfangið [email protected]. Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veitir Dagbjört M. Pálsdóttir deildarstjóri, netfang [email protected] eða Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir mannauðssérfræðingur, netfang [email protected]

Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að greiða götu fólks og fyrirtækja í samfélaginu og gæta upplýsinga um réttindi þeirra og eignir. Við sinnum því með því að safna, varðveita og miðla upplýsingum um fólk, mannvirki og landeignir. Innan starfsviðs Þjóðskrár Íslands er rekstur fasteignaskrár og þjóðskrár, útgefið fasteignamat og brunabótamat, rekstur island.is og umsjón með útgáfu vegabréfa.

Við leggjum ríka áherslu á jákvæð samskipti og góða samvinnu sem er undirstaða góðrar þjónustu. Við teljum eftirsóknarvert að fá til liðs við okkur þá sem vilja starfa í anda gilda okkar um virðingu, sköpunargleði og áreiðanleika.  

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum