Hoppa yfir valmynd
19. júní 2019

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður - Vökudeild - nýbura- og ungbarnagjörgæslu

Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður óskast á Vökudeild - nýbura- og ungbarnagjörgæslu, Barnaspítala Hringsins

Lausar til umsóknar 3-4 framtíðarstöður hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarfræðinga með ljósmæðramenntun og hjúkrunarfræðinga með framhaldsnám sem nýtist í starfi. Starfshlutfall er 60-100% og veitast störfin frá 1. september 2019 eða eftir nánara samkomulagi.

Einnig eru lausar til umsóknar 2-4 afleysingastöður hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarfræðinga með ljósmæðramenntun og hjúkrunarfræðinga með framhaldsnám sem nýtist í starfi. Starfshlutfall er 60-80% og veitast afleysingastörfin frá 1. september 2019 eða eftir nánara samkomulagi í 8-12 mánuði.

Á Vökudeildinni dvelja nýburar og fyrirburar sem þurfa sérhæft eftirlit og meðferðir eftir fæðingu. Við leitum eftir hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum með sterka faglega sýn og áhuga á þátttöku í faglegri framþróun og innleiðingu nýjunga í framsæknu starfsumhverfi. Hjúkrunarfræðingar fá markvissa og einstaklingshæfða aðlögun í starfi með reyndum hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum.

Helstu verkefni og ábyrgð
Vökudeildin er eina deildin sinnar tegundar á Íslandi. Þjónustan er sérhæfð og spannar vítt svið allt frá þroskahvetjandi hjúkrun yfir í fjölþættar og flóknar gjörgæslumeðferðir nýbura og ungbarna. Fjölskyldumiðuð þjónusta er höfð að leiðarljósi og ríkur þáttur í starfi er stuðningur og ráðgjöf við brjóstamjólkurgjöf í anda stefnu WHO um barnvæn sjúkrahús, kengúrumeðferð og samvist barns við foreldra. 

Hæfnikröfur
» Hjúkrunarfræðimenntun, ljósmóður- og hjúkrunarfræðimenntun, framhaldsnám sem nýtist í starfi
» Íslenskt hjúkrunarleyfi/ ljósmæðraleyfi
» Faglegur metnaður
» Teymisvinna 
» Starfsreynsla æskileg 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 60 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 22.07.2019

Nánari upplýsingar veitir
Margrét Ó Thorlacius - [email protected] - 824 5694
Sigríður María Atladóttir - [email protected] - 824 6047


Landspítali
Vökudeild
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum