Hoppa yfir valmynd
20. september 2019 Forsætisráðuneytið

Yfirlýsing frá forsætisráðuneytinu

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar í umboði viðkomandi stjórnvalda hverju sinni. Við upphaf máls leitar ríkislögmaður eftir afstöðu stjórnvalda til stefnu og málatilbúnaðar stefnanda og hefur síðan samráð við þau eftir atvikum um frágang greinargerðar og rekstur málsins.

Eins og ítrekað hefur komið fram hefur ríkisstjórnin stefnt að sáttum í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Settur ríkislögmaður hefur átt í viðræðum og leitað sátta við aðila máls. Þá hefur ríkisstjórnin verið reiðubúin að undirbyggja slíka sátt með því að beita sér fyrir sérstakri lagasetningu.


Sjá nánar eftirfarandi fréttatilkynningu sem birtist á vef Stjórnarráðsins 22. ágúst síðastliðinn

 

Uppfærð 7. október 2019

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum