Hoppa yfir valmynd
21. september 2019

Sjúkraliði óskast á blóðlækningadeild

Sjúkraliði óskast á blóðlækningadeild

Við óskum eftir metnaðarfullum sjúkraliða með framúrskarandi samskiptahæfni til starfa á blóðlækningadeild. Deildin er 14 rúma legudeild þar sem fer fram sjúkdómsgreining og krabbameinsmeðferð sjúklinga með blóðsjúkdóma auk stuðningsmeðferðar í tengslum við aukaverkanir. Á deildinni starfa um 50 manns og leggur starfsfólk deildarinnar áherslu á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi.

Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. Áhugasömum er meir en velkomið að heimsækja okkur, hafið samband við Kristjönu deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Virk þátttaka í fjölskylduhjúkrun
» Þátttaka í verkefnavinnu tengdri hjúkrun ákveðinna sjúklingahópa

Hæfnikröfur
» Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfni
» Sjálfstæði í vinnubrögðum
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Unnið er í vaktavinnu og er starfshlutfall samkomulag. Um er að ræða 2 stöðugildi og eru störfin laus nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 50 - 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.10.2019

Nánari upplýsingar veitir
Kristjana G Guðbergsdóttir - [email protected] - 543 6222/ 824 5937


Landspítali
Blóðlækningadeild
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum