Hoppa yfir valmynd
17. október 2019

Doktorsnemi - Lífvísindasetur

Lífvísindasetur Háskóla Íslands, doktorsnemi við rannsóknir á umritun.

Auglýst er eftir doktorsnema til rannsókna á umritunarstjórnun í litfrumum við Háskóla Íslands.
Verkefnið hefur hlotið styrki frá Doktorssjóði Háskóla Íslands til þriggja ára. Verkefnið verður unnið við Lífvísindasetur (http://lifvisindi.hi.is) innan Læknadeildar Háskóla Íslands og í tengslum við Námsbraut í sameindalífvísindum við Háskóla Íslands. Við Námsbrautina er boðið upp á sameiginlegt framhaldsnám í lífvísindum við Háskóla Íslands og stofnanir tengdum honum. Aðalmarkmið námsbrautarinnar er að skapa lifandi og þverfaglegt námsumhverfi jafnframt því að efla rannsóknir og nám í sameindalífvísindum. Lífvísindasetur Háskóla Íslands er samstarfsverkefni rannsóknarhópa í lífvísindum við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Akureyri og Landspítala og býður upp á þverfagleg og alþjóðlegt rannsóknarumhverfi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
Neminn mun ákvarða hlutverk umritunarþáttarins MITF í stjórnun á tjáningu gena sem tjá fyrir ensímum sem umbreyta litni (chromatin modifiers). Verkefnið mun notast við mýs og frumuræktanir til að greina hvernig MITF hefur áhrif á tjáningu þessara gena og hvað áhrif þau hafa síðan á litfrumur. Verkefnið mun notast við RNA-seq og ChIP-seq aðferðirnar auk hefðbundinna aðferða frumulíffræði og sameindaerfðafræði. Eiríkur Steingrímsson, prófessor í Læknadeild, verður leiðbeinandi í þessu verkefni (http://lifvisindi.hi.is/staff/eirikur-steingrimsson).

Hæfnikröfur
>>Leitað er að framúrskarandi nemanda með meistarapróf í frumulíffræði, sameindalífvísindum eða skyldum greinum.
>>Góð reynsla af sjálfstæðum vísindastörfum á rannsóknastofu við rannsóknir á sviði sameinda- og frumulíffræði.
>>Færni og reynsla í vinnu við frumuræktir spendýrafruma er nauðsynleg.
>>Góð tölvufærni.
>>Góð enskukunnátta er nauðsynleg, bæði töluð og rituð.
>>Umsækjendur verða geta unnið sjálfstætt og hafa góða samskiptafærni.
>>Umsækjandi skal uppfylla skilyrði til innritunar í doktorsnám á Heilbrigðisvísindasviði.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Áætlað er að verkefnið hefjist í janúar 2019. 

Vinsamlega skilið eftirfarandi gögnum með umsókninni:
>>Stuttu bréfi (ekki meira en 2 bls.) þar sem umsækjandi lýsir því hvernig hann uppfyllir skilyrði auglýsingarinnar. Auk þess skal lýst áhuga viðkomandi á verkefninu og hvað hann getur lagt af mörkum til þess.
>>Ferilskrá.
>>Staðfest afrit af prófskírteinum (grunn- og meistaranám) og einkunnadreifing.
>>Nöfn, sími og tölvupóstfang tveggja meðmælanda (og lýsing á tengslum þeirra við umsækjandann).
>>Yfirlit yfir birtingar, ef einhverjar.
>>Umsækjendum er einnig boðið að senda PDF útgáfu af meistararitgerð sinni (á hvaða tungumáli sem er), sem og aðrar birtingar sem við eiga (hámark 5 skjöl).

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands er í fararbroddi á sviði heilbrigðismála á Íslandi og gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu íslenska heilbrigðiskerfisins með menntun heilbrigðisstarfsmanna. Helstu sérfræðingar þjóðarinnar í heilbrigðisvísindum koma að kennslu og rannsóknum á sviðinu.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.11.2019

Nánari upplýsingar veitir
Eiríkur Steingrímsson - [email protected] - 525 4000


Háskóli Íslands
Læknadeild
v/Vatnsmýrarveg
101 Reykjavík


Smellið hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum