Hoppa yfir valmynd
17. október 2019

Kennslustjóri grunnnáms - Heilbrigðisvísindasvið

Kennslustjóri grunnnáms, Hjúkrunarfræðideild, Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands

Við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands er laust til umsóknar 50% starf kennslustjóra grunnnáms. Um framtíðarstarf er að ræða. 

Kennslustjórinn, verður staðsettur í húsnæði Hjúkrunarfræðideildar í Eirbergi við Eiríksgötu 34. Hann mun vinna náið með kennurum deildarinnar, námsnefnd grunnnáms, deildarforseta og deildarskrifstofu. Kennslustjóranum er ætlað að stuðla að framúrskarandi gæðum náms og kennslu og styðja við grunnnemendur deildarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
>>Fylgist með og samræmir kennslu og kennsluhætti í Hjúkrunarfræðideild í samræmi við stefnu deildar.
>>Tryggir vandað skipulag náms, markvissa upplýsingagjöf til nemenda og kennara og að vinnuálag á hverju misseri sé í samræmi við viðmið.
>>Tekur saman yfirlit yfir námsverkefni og gengur úr skugga um að þróun þeirra samræmist námsstigi, endurspegli fjölbreytni og eðlilegan stíganda í námi. 
>>Fylgist með og stuðlar að innleiðingu nýrra í kennsluhátta í samvinnu við námsnefnd grunnnáms

Hæfnikröfur
>>BS-próf í hjúkrunarfræði
>>Meistaragráða sem nýtist í starfinu
>>Kennslufræðileg þekking æskileg
>>Reynsla af háskólakennslu æskileg
>>Góð færni í mannlegum samskiptum
>>Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
>>Góð tölvukunnátta, auk færni á sviði upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
>>Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Um er að ræða krefjandi og skemmtilegt starf í metnaðarfullu og lifandi umhverfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
I. Ferilskrá.
II. Bréf þar sem áhuga á star¿nu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess.
III. Staðfest afrit af prófskírteinum.
IV. Upplýsingar um 2-3 umsagnaraðila.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfanna þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. 

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans, sjá hér: http://www.hi.is/haskolinn/jafnrettisaaetlun#markmid2.

Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá hér: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands.

Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru um 300 og nemendur um 2200.

Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og ShanghaiRanking.

Starfshlutfall er 50%
Umsóknarfrestur er til og með 04.11.2019

Nánari upplýsingar veitir
Herdís Sveinsdóttir - [email protected] - 525 4971


Háskóli Íslands
Hjúkrunarfræðideild
Eiríksgötu 34
101 Reykjavík


Smellið hér til að sækja um starfið

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum