Hoppa yfir valmynd
18. október 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Hrefna Friðriksdóttir skipuð fulltrúi Íslands í Lanzarote-nefnd Evrópuráðsins

Hrefna Friðriksdóttir ásamt George Nikolaidis, formanni Lanzarote-nefndarinnar á fundi á Kýpur.  - mynd

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað Hrefnu Friðriksdóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sem fulltrúa Íslands í nefnd Evrópuráðsins sem hefur eftirlit með framkvæmd Lanzarote-samningsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun.

Ísland fullgilti samninginn árið 2012 og hefur tekið virkan þátt í innleiðingu hans og eftirliti Lanzarote-nefndarinnar. Hrefna sótti fund nefndarinnar sem haldinn var í Nicosia á Kýpur í október. Hún heimsótti sömuleiðis Barnahúsið, sem komið var á laggirnar þar að íslenskri fyrirmynd með dyggum stuðningi Braga Guðbrandssonar, fyrrum forstjóra Barnaverndarstofu, sem gegndi áður formennsku í Lanzarote-nefndinni. Barnahúsið hefur frá upphafi verið í brennidepli í starfi nefndarinnar og vinnu Evrópuráðsins í að tryggja barnvænlegt réttarkerfi.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum