Hoppa yfir valmynd
19. október 2019

Hjúkrunardeildarstjóri Vökudeildar

Hjúkrunardeildarstjóri Vökudeildar - nýbura- og ungbarnagjörgæslu á Barnaspítala Hringsins

Leitað er eftir leiðtoga með sterka faglega sýn til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjóra Vökudeildar, nýbura- og ungbarnagjörgæslu á Barnaspítala Hringsins.
Hjúkrunardeildarstjóri er yfirmaður hjúkrunar á deild og ber þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og fjárhagslega ábyrgð. Næsti yfirmaður er forstöðumaður kvenna- og barnaþjónustu og BUGL á aðgerðasviði Landspítala. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. janúar 2020 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9.gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda. 

Á Vökudeild dvelja nýburar og fyrirburar sem þurfa sérhæft eftirlit og meðferðir eftir fæðingu og ungabörn að þriggja mánaða aldri sem þurfa gjörgæslumeðferð. Á deildinni er einnig veitt dagdeildarþjónusta. Þangað koma nýburar sem þurfa sérhæft eftirlit eða mat án innlagnar. Vökudeildin er eina deildin sinnar tegundar á Íslandi. Þjónustan er sérhæfð og spannar vítt svið allt frá þroskahvetjandi hjúkrun yfir í fjölþættar og flóknar gjörgæslumeðferðir nýbura og ungbarna. Fjölskyldumiðuð þjónusta er höfð að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Stjórnar daglegum rekstri og er leiðandi um hjúkrunarfræðileg málefni innan deildarinnar
» Deildarstjóri ber faglega og fjárhagslega ábyrgð ásamt starfsmannaábyrgð í samræmi við ábyrgðarsvið stjórnenda á Landspítala

Hæfnikröfur
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
» A.m.k. 5 ára starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
» Stjórnunarreynsla er æskileg
» Hæfni og geta til að starfa í teymi
» Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni
» Faglegur metnaður, leiðtogahæfileikar og skipulögð vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, kennslu og vísindavinnu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
Umsóknir verða sendar til stöðunefndar hjúkrunarráðs LSH. Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.11.2019

Nánari upplýsingar veitir
Linda Kristmundsdóttir - [email protected] - 824 5997
Anna Dagný Smith - [email protected] - 825 3675


Landspítali
Skrifstofa kvenna- og barnasviðs
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum