Hoppa yfir valmynd
2. desember 2019

Hjúkrunarfræðingur - Barnaspítali Hringsins

Hjúkrunarfræðingur á göngudeild Barnaspítala Hringsins

Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings á göngudeild Barnaspítala Hringsins með áherslu á þjónustu við börn með svefnvanda og fjölskyldur þeirra. Starfhlutfall er 60% og um dagvinnu að ræða.

Í boði er áhugavert, skemmtilegt og krefjandi starf með fjölþætt viðfangefni tengd svefnvanda ungra barna. Stafið felur í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu á þjónustu við börn með svefnvanda og fjölskyldur þeirra.

Góð aðlögun er í boði hjá sérfræðingi í hjúkrun. Spennandi tækifæri fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á rannsóknum, þróun og eflingu hjúkrunar barna með svefnvanda.
Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Vinna á göngudeild, m.a. í formi fjölskylduviðtala
» Velja viðeigandi meðferðir fyrir barnið og fjölskylduna í samráði við skjólstæðinga
» Þekkingarþróun
» Uppbygging á þjónustu við fjölskyldur barna með svefnvanda og eftir atvikum aðra þjónustu deildarinnar

Hæfnikröfur
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Framhalds- eða viðbótarmenntun er æskileg
» Góð samskiptafærni
» Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
» Sjálfstæði í vinnubrögðum og færni til að vinna í teymi

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. 

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Öllum umsóknum verður svarað.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem hátt í 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall er 60%
Umsóknarfrestur er til og með 17.12.2019

Nánari upplýsingar veitir
Ingileif Sigfúsdóttir - [email protected] - 824 5862


Landspítali
Göngudeild BH
Hringbraut
101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið
 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira