Hoppa yfir valmynd
13. desember 2019

Sálfræðingar


Tvær stöður sálfræðinga við Barnahús

Barnaverndarstofa óskar eftir öflugum sálfræðingum til starfa í Barnahúsi. Barnahús tekur rannsóknarviðtöl af börnum þar sem grunur leikur á að börn hafi orðið fyrir eða orðið vitni að ofbeldi, bæði fyrir dómstóla og barnaverndarnefndir, og veitir barnungum þolendum ofbeldis meðferð. Megináhersla í meðferðarstarfi Barnahúss er áfallamiðuð hugræn atferlismeðferð en þjálfa þarf sérstaklega í yfirheyrslutækni.

Helstu verkefni og ábyrgð: 
Meðferðarviðtöl við börn sem eru þolendur kynferðis-/líkamlegs ofbeldis.
Ráðgjöf við barnaverndarnefndir vegna meintra ofbeldisbrota.
Rannsóknarviðtöl við börn sem þolendur. 
Skýrslu- og vottorðaskrif.
Önnur verkefni sem forstöðumaður Barnahúss ákveður.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Krafa um sálfræðing með löggildingu á Íslandi.
Reynsla á sviði meðferðar barna, af vinnu með þolendum ofbeldis, vinnu með foreldrum og af barnaverndarstarfi æskileg. 
Krafa um mjög góða íslenskukunnáttu í ræðu og riti.
Krafa um enskukunnáttu, kunnátta í einu norðurlandamáli æskileg.

Persónulegir eiginleikar:
Mikilvægt að búa yfir góðri samstarfshæfni, sveigjanleika og jákvæðu viðhorfi til skjólstæðinga og samstarfsaðila. 
Mikilvægt er að búa yfir hæfni til að vinna skipulega, markmiðatengt og lausnamiðað.
Mikilvægt er að geta starfað vel undir álagi í lengri eða skemmri tíma.  

Um 100% starfshlutfall er að ræða. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður Barnahúss, Ólöf Ásta Farestveit, í síma 530 2500 eða [email protected]. Við úrvinnslu umsókna um starfið gildir mat Barnaverndarstofu á hæfni og eiginleikum umsækjenda. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Sálfræðingafélags Íslands og ríkisins. Tekið er mið af jafnréttisáætlun Barnaverndarstofu við ráðningar á stofuna. 

Umsóknarfrestur er til og með 7. janúar 2020.  Umsóknir skulu berast til Barnaverndarstofu á netfangið [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Allar umsóknir gilda í sex mánuði frá birtingu ef starf losnar að nýju innan þess tíma.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum