Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2020

Starfsmaður í brúarvinnuflokk - Hvammstangi

 


STARFSMAÐUR Í BRÚARVINNUFLOKK VEGAGERÐARINNAR Á HVAMMSTANGA

Brúarvinnuflokkurinn á Hvammstanga óskar eftir starfsmanni til að vinna við nýbyggingar og  viðhald brúa um allt land, mest þó á norðvestur og norðaustursvæði

Menntunar- og hæfniskröfur  
Reynsla af álíka starfi æskileg
Almenn ökuréttindi, kerrupróf og vinnuvélapróf æskilegt
Framúrskarandi samskiptafærni og rík þjónustulund
Frumkvæði og árangursdrifni
Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
Góð kunnátta í talaðri íslensku 

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum.    

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags og umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurður Hallur Sigurðsson yfirmaður vinnuflokka Vegagerðarinnar ([email protected]) og í síma 894 8469 eða Vilhjálmur Arnórsson verkstjóri brúarvinnuflokka í síma 894 3355.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur um hæfi til að gegna umræddu starfi. Sækja skal um starfið á [email protected]  

Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum