Hoppa yfir valmynd
19. febrúar 2020

Lögfræðingur hjá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu



Auglýst er laust til umsóknar starf lögfræðings hjá nefnd um eftirlit með störfum lögreglu

Samkvæmt lögum nr. 62/2016, um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996, skal skipuð nefnd sem hafi eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem tók til starfa 1. janúar 2017. Leitað er að lögfræðingi til starfa fyrir nefndina. Starfið felst m.a. í að skipuleggja almenn störf og verkefni nefndarinnar, skrá mál sem berast eða nefndin setur af stað að eigin frumkvæði, sjá um samskipti við málsaðila, aðstoða nefndarmenn við úrlausn mála, undirbúa fundi nefndarinnar, rita fundargerðir, vinna að framsetningu á almennum greinargerðum og tölulegum upplýsingum um viðfangsefni á starfssviði nefndarinnar o.fl. 

Menntunar- og hæfniskröfur:
Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi 
Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Frumkvæði og skipulagshæfni og geta til að starfa sjálfstætt, sem og í hóp
Þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins og fjármálaráðherra.

Samkvæmt lögum nr. 62/2016 er undirbúningur ráðningar og ákvörðun um ráðningu á hendi formanns nefndar um eftirlit með lögreglu. Óskum um nánari upplýsingar varðandi starfið skal þó beint til Bergs Sigurjónssonar, rekstrarstjóra dómsmálaráðuneytisins í síma 545 9000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Umsóknarfrestur er til og með 2. mars nk. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknum skal skilað rafrænt á [email protected]. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum