Hoppa yfir valmynd
2. apríl 2020

Starf á skrifstofu fjármála og rekstrar

Starf á skrifstofu fjármála og rekstrar 

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu fjármála og rekstrar.

Starfsmaður þarf að hafa þekkingu og reynslu á bókhaldi og vera nákvæmur í vinnubrögðum. Leitað er eftir áhugasömum og töluglöggum einstaklingi með þjónustulund og góða samskiptahæfni sem getur starfað sjálfstætt.

Helstu verkefni:
• Ábyrgð á skráningu bókhaldsgagna
• Ábyrgð á meðferð rafrænna reikninga
• Vinnsla ferðareikninga og uppgjör þeirra
• Eftirlit með greiðslu fjárveitinga á málefnasviðum ráðuneytisins
• Umsjón með eignaskrá ráðuneytisins

Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfið
• Reynsla og þekking á bókhaldi
• Þekking á Orra bókhaldskerfi
• Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Almenn tölvufærni og þekking á Excel
• Góð samskiptahæfni og þjónustulund

Frekari upplýsingar um starfið

Starfsmaður mun starfa á skrifstofu fjármála og rekstrar í nánu samstarfi við aðrar skrifstofur ráðuneytisins auk Fjársýslu ríkisins, stofnana og birgja. Um fullt starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags starfsmanna Stjórnarráðsins. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um. Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar á lausum störfum.

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn sína til mennta- og menningarmálaráðuneytisins á [email protected]. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Urbancic, rekstrarstjóri, [email protected] eða í síma 545-9500.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum