Hoppa yfir valmynd
28. maí 2020

Náms- og starfsráðgjafi

Náms- og starfsráðgjafi

Framhaldsskólinn á Laugum auglýsir eftir náms- og starfsráðgjafa við skólann. Um er að ræða 60% starf. Í starfinu felst m.a. að vera nemendum, forráðamönnum og kennurum til ráðgjafar og aðstoðar við lausn viðfangsefna sem tengjast námi, störfum og félagslegum þáttum skólavistarinnar og heimavistardvalar; stuðningur við nemendur með persónulega eða námslega erfiðleika; samstarf við greiningaraðila, félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og lækna; að kynna skólann fyrir grunnskólanemum og samstarf og samskipti við grunnskóla; að vera tengiliður skólans í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskólar; brotthvarfsskimun sem og aðrar ýmis konar skimanir og kannanir, námskeið og kynningar.


Krafa er gerð um sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileika, frumkvæði, þjónustulipurð, hæfni í samskiptum og tölvukunnáttu. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að takast á við margvísleg verkefni, þróunarvinnu og framsækni í skólastarfi á skemmtilegum vinnustað. Reynsla af óhefðbundnu og sveigjanlegu skólastarfi kostur. Umsækjendur þurfa að hafa starfsréttindi sem náms- og starfsráðgjafi þegar starfið hefst. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2020. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.


Umsóknir sem greina frá menntun og starfsreynslu skulu sendar til og með  12. júní 2020 til skólameistara Framhaldsskólans á Laugum sem veitir allar frekari upplýsingar í síma 464-6301. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á [email protected]. Ekki þarf að sækja um á sérstöku eyðublaði og fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um starfið. Umsókn þarf að fylgja prófskírteini og sakavottorð í samræmi við 4. mgr. 8. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.


Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Skólameistari 
Framhaldsskólans á Laugum
650 Laugar

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum