Hoppa yfir valmynd
2. júní 2020

Skólasálfræðingur

 
Skólasálfræðingur 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla óskar eftir því að ráða sálfræðing til starfa fyrir skólaárið 2020/2021 með möguleika á framlengingu. Starfshlutfall er 50% 


Markmið starfs
Að veita nemendum þjónustu í málum sem tengjast líða og persónulegum högum. Skólasálfræðingi er ætlað að veita foreldrum/forráðamönnum, kennurum og öðru starfsfólki ráðgjöf í málum einstakra nemenda.


Hæfnikröfur
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur réttindi til að starfa sem sálfræðingur og reynslu af því að starfa með ungu fólki. Lögð er áhersla á hæfni í mannlegum samskiptum og að viðkomandi geti sýnt fram á frumkvæði og þjónustulund í starfi.


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt með tilheyrandi gögnum, s.s. staðfestingu á leyfi til að starfa sem sálfræðingur, ferilskrá, prófskírteinum og öðrum upplýsingum sem umsækjanda þykir skipta máli, til Magnúsar Ingvasonar, skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla á netfangið [email protected] eigi síðar en 18. júní 2020.


Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.
Vakin er athygli umsækjenda á að samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en af ráðningu getur orðið. 


Nánari upplýsingar veitir
Kristrún Birgisdóttir, aðstoðarskólameistari, netfang:  [email protected], sími: 525 8800.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum