Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2020

Móttökuritari

Móttökuritari


Laust er til umsóknar starf móttökuritara á símavakt Sjúkrahússins á Akureyri.

Um er að ræða 75% stöðu til tólf mánaða á deild skrifstofu og fjármála og er staðan laus nú þegar eða eftir samkomulagi.

Næsti yfirmaður er Rannveig Jóhannsdóttir, forstöðumaður skrifstofu fjármála.


Helstu verkefni og ábyrgð
Símsvörun
Móttaka sérfræðinga og reikningagerð
Móttaka og flokkun á pósti
Önnur verkefni
Hæfnikröfur
Góð enskukunnátta nauðsynleg
Góð tölvukunnátta 
Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
Hæfni í mannlegum samskiptum
Góð þjónustulund
Reynsla af sambærilegu starfi kostur


Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kjölur stéttarfélag starfsmanna í almannþjónustu hafa gert. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum. 

Umsóknum skal skilað rafrænt á vef sjúkrahússins www.sak.is 

Við ráðningar er tekið mið af jafnréttisstefnu sjúkrahússins, sem er reyklaus vinnustaður. 

Gildi Sjúkrahússins á Akureyrir eru: ÖRYGGI SAMVINNA FRAMSÆKNI

Sjúkrahúsið hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni.


Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.


Starfshlutfall er 75%
Umsóknarfrestur er til og með 21.07.2020


Nánari upplýsingar veitir
Rannveig Jóhannsdóttir - [email protected] - 4630100
Hulda Sigríður Ringsted - [email protected] - 4630298


Sjúkrahúsið á Akureyri
Skrifstofa fjármála
Eyrarlandsvegi
600 Akureyri


Smellið hér til að sækja um starf

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum