Hoppa yfir valmynd
6. ágúst 2020

Starfsmaður í tölvuþjónustu

Starfsmaður í tölvuþjónustu

Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, leita að drífandi einstaklingi til að sinna tölvuþjónustu við starfsfólk ÍSOR. Um er að ræða fullt starf.

Starfið felur í sér aðstoð við notendur, uppsetningu og þjónustu á vél- og hugbúnaði starfsfólks auk annarra verkefna sem yfirmaður felur starfsmanni. Útstöðvar eru ýmist með Windows- eða Linux-stýrikerfum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Hafa lokið MCSA eða sambærilegu prófi hjá viðurkenndum aðila innan síðustu þriggja ára eða við það að ljúka slíku prófi.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.
  • Lipurð í mannlegum samskiptum.

Fastur vinnustaður er í Reykjavík. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun ÍSOR. 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinbjörn B. Nikulásson kerfisstjóri, netfang: [email protected]

Umsóknir, ásamt ferilskrá, berist Valgerði Gunnarsdóttur starfsmannastjóra, netfang:  [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2020. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

 

ÍSOR er meðal helstu fyrirtækja í heiminum á sviði rannsókna og þróunar í jarðhita og nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar sem slíkt. ÍSOR veitir ráðgjafarþjónustu og annast beinar grunnrannsóknir á flestum sviðum jarðhitanýtingar og annarra auðlinda, ásamt því að annast kennslu í jarðhitafræðum. ÍSOR er sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið en starfar á viðskiptalegum grundvelli á samkeppnismarkaði.
Aðalstöðvar ÍSOR eru í Reykjavík og útibú er á Akureyri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum