Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2020 Forsætisráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að styrkja uppbyggingu og hönnun nýs gagnagrunns fyrir stafrænar handritamyndir af íslenskum menningarminjum í Norður-Ameríku um fimm milljónir.

Stofnun Árna Magnússonar og Heiðursráð Þjóðræknisfélags Íslendinga, sem sóttu um styrkinn, hafa undanfarin ár unnið að því að finna og safna upplýsingum um handrit og önnur vestur-íslensk menningarverðmæti og skrá þau á stafrænt form. Til að tryggja varðveislu þessara gagna og miðla þeim áfram til fræðasamfélagsins og almennings er fyrirhugað að ráðast í gerð nýja gagnagrunnsins.   Þannig geta þessi dýrmætu handritagögn loksins orðið aðgengileg og leitarbær.

Gert er ráð fyrir að vinna við uppbyggingu, hönnun og tengingu gagnagrunnsins við aðra gagnagrunna taki þrjú ár og að heildarkostnaður verkefnisins verði samtals 27 milljónir króna.  Verkefnið hefur fengið heitið Í fótspor Árna Magnússonar í Vesturheimi.

Heimsmarkmiðin

9. Nýsköpun og uppbygging

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum